Barnaverndartilkynning

Tilkynning til barnaverndarnefndar þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. (skv. 16. gr. barnaverndarlaga)

Skv. barnaverndarlögum er hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við ofbeldi eða vanrækslu skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Einstaklingar yngri en 18 ára teljast börn. Lögin eiga einnig við um ófædd börn t.d. ef þeim stafar hætta af vímuefnaneyslu móður eða af ofbeldi sem móðir verður fyrir.

Tilkynnandi skal í öllum tilfellum segja til nafns og að auki gera grein fyrir netfangi og símanúmeri ef þörf er á frekari upplýsingum. Óski tilkynnandi nafnleyndar hafa starfsmenn barnaverndar aðeins upplýsingar um tilkynnanda en ekki sá sem tilkynnt er um.

Ef málið þolir ekki bið skal hafa samband símleiðis við 112. Skrifstofutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9.00-15.00 og föstudaga frá kl. 9.00-14.00 og hægt er að fá samband við barnavernd í gegnum þjónustuver Akraneskaupstaðar í síma 433 1000. Bakvakt barnaverndar sinnir neyðartilvikum utan skrifstofutíma.


Nei

 

Upplýsingar um tilkynnanda

 

Upplýsingar um barn

 

Upplýsingar um forsjáraðila

 

Ástæða tilkynningar


Nei